14.5.2009 | 16:27
GH logar stafnanna á milli
Golfklúbbur Hafnafjarðar logar stafnanna á milli eftir umdeilda ákvörðun mótanefndar í kjölfar síðasta móts. Lausn virðist þó vera í sjónmáli eftir að formaður klúbbsins, Haraldur Toppönd, gekk á milli hinna stríðandi fylkinga og bað þá um að slíðra sverðin um stundarsakir. Hann fékkst ekki til að tjá sig um málið við opinbera vefsíðu klúbbsins og er það glöggt merki um á hversu viðkæmu málið er.
Málavextir eru þeir að félagar í Golfklúbbnum æddu útí miðjan storm á mánudeginum og hófu að leika golf þrátt fyrir að aðstæður væru vægast ómanneskjulegar. Um miðjan leik ákvað hin umdeilda mótanefnd að kalla félagsmenn saman og fá þá til að hætta leik. Mæltist sú ráðstöfun vel fyrir hjá mörgum en ekki öllum. Uppfrá því hófust miklar deilur sem enn sér ekki fyrir endann á. Mótanefnd ku hafa hótað því að segja af sér en formaður hennar, Jón Freyr Egilsson, vildi ekki láta neitt hafa eftir sér í þessum efnum, sagðist einfaldlega vonast til þess að þetta myndi ekki skaða orðstír klúbbsins. "Þetta er ungur klúbbur og menn eru kappsfullur, það er því ósköp eðlilegt að mönnum hlaupi kapp í kinn þegar svona kemur uppá," sagði einn heimildarmaður vefsíðunnar sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir.
Næsta mót er ráðgert mánudaginn 18.maí og hafa félagar klúbbsins verið að skrá sig til leiks. Hnúturinn í deilunni virðist því aðeins farinn að losna.
Málavextir eru þeir að félagar í Golfklúbbnum æddu útí miðjan storm á mánudeginum og hófu að leika golf þrátt fyrir að aðstæður væru vægast ómanneskjulegar. Um miðjan leik ákvað hin umdeilda mótanefnd að kalla félagsmenn saman og fá þá til að hætta leik. Mæltist sú ráðstöfun vel fyrir hjá mörgum en ekki öllum. Uppfrá því hófust miklar deilur sem enn sér ekki fyrir endann á. Mótanefnd ku hafa hótað því að segja af sér en formaður hennar, Jón Freyr Egilsson, vildi ekki láta neitt hafa eftir sér í þessum efnum, sagðist einfaldlega vonast til þess að þetta myndi ekki skaða orðstír klúbbsins. "Þetta er ungur klúbbur og menn eru kappsfullur, það er því ósköp eðlilegt að mönnum hlaupi kapp í kinn þegar svona kemur uppá," sagði einn heimildarmaður vefsíðunnar sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir.
Næsta mót er ráðgert mánudaginn 18.maí og hafa félagar klúbbsins verið að skrá sig til leiks. Hnúturinn í deilunni virðist því aðeins farinn að losna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.