Junior/Senior Leiran, leiðir skiljast

Það var löngu ljóst í hvað stefndi þegar menn hittust fyrir utan Fjörð, verslunarhús Hafnfirðinga, á laugardagsmorgninum. Ungir spilarar GH voru greinilega klárir í slaginn eftir nætursvefn en gamlir GH-ingar höfðu greinilega ekki sofið jafnvel. Páll bílstjóri var reyndar vel vakandi og stýrði langferðabílnum af öryggi í Leiruna. Þar hittum við fyrir Ólaf(sem by the way hefur ekki náð lengra í handknattleik en vonir voru vegna skorts á sentimetrum, en er þeim mun betri golfari) og einnig voru þar bræðurnir Halldór og Ásgeir. Þetta er algjört lykilatriði í þessari helgi. Halldór dró semsagt bróður sinn á flot þennan morgunn til að spila fyrir unga, eftir að hafa reynt að fá 3 félaga sína sem ekki kunna golf brá hann á það ráð að fá bróður sinn sem er með 22-24 í forgjöf. WRONG MOVE  DÓRI !!!!

nerds l

Til að spara roðið fyrir eldri gengu ungir vasklega útá völl og hreinlega völtuðu yfir gömlu brýnin og tóku 3 vinninga af 4 í boði í Leirunni. Ber þar kannski hæst glæsileg frammistaða Valla og einmitt Ásgeirs sem sullaði af lífsins sálar kröftum í holur eftir glæsileg innáhögg Pylsunnar. Einnig ber að geta glæsihöggs Ingvars á 16.holu er hann barði í veitingaskála Leirumanna með glæsilegu skanki.


Eftir þessa útreið var haldið uppá Base að hætti yngismeyja Íslands á stríðsárunum og troðið í sig pizzum og horft á handknattleik. Þar mátti heyra í gömlum hreyta og storka yngri leikmönnum GH fyrir komandi einhleypis leiki á Nesinu. Fór þar fremstur í flokki Lúðvík er átti kappleik við Frey og skaut hann föstum skotum bæði á Beisinu og í rútunni suður. PÚÐURSKOTUM ! Í Hafnarfirði var stoppað til að hleypa dvergnum út og risanum inn (Davíð og Toppsætið). Dvergurinn skilaði sínu í hús og ákvað að víkja fyrir heitasta liðsmanni GH um þessar mundir og átti það nú eftir að reynast vel, spyrjiði bara Jón Karl ! 

 

Davíð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa plammeringar á sig á internetinu. Engu að síður gott mót.

Bið að heilsa úr 45  gráðum á Celcíus.

kv ÓB

Óli Bjé (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband