22.5.2008 | 00:37
Snorri hafði sigur í fyrsta móti
GH er mætt aftur til leiks. Öflugri en nokkru sinni áður. Meira að segja skyggði fyrsti hringur þessa magnaða golfklúbbs á endurkomu Indiana Jones í Cannes. Og herma fregnir að franskir jafnt sem breskir hafi verið límdir við viðtækin þegar hljóðið frá fyrsta upphafshöggi sumarsins hljómaði um víðan völl.
Að öllum ljóðrænum líkingum slepptum þá reyndist Snorri Steinn Þórðarson manna sterkastur í jómfrúarhring sumarsins. Snorri lék á níutíu höggum sem skiluðum honum 35 punktum í hús. Næstur Snorra var Ólafur Björnsson á 89 höggum eða 33 punktum og bronsið féll í skaut Jóns Karls Björnssonar sem var á 79 höggum eða 32 punktum.
Annars röðuðu þessir sér í tíu efstu sætin:
1. Snorri Steinn Þórðarson
2. Páll Arnar Sveinbjörnsson
3. Ólafur Björnsson
4. Jón Karl Björnsson
5. Jón Hákon Hjaltalín
6. Ingvar Guðjónsson
7. Halldór Ingólfsson
8. Páll Ólafsson
9. Guðmundur Pedersen
10. Bergsveinn Guðmundsson
Athugasemdir
Gaman að sjá þessa síðu lifna við....
og með svona skemmtilegum upplýsingum að auki
Óli Björns (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:23
þetta er flott þó svo að við fyrir neðan Snorra ættum að færast niður um 1 sæti
þar sem Palli frændi var í 2 sæti
en þetta er flott
Jon Karl (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.