Áttunda mót GH " Palli svívirti hraunið" sögðu viðstaddir.

Áttunda mót Golfklúbbs Hafnarfjarðar er yfirstaðið og það þrengir að toppöndinni. Palli Ólafs sannaði hið forkveðna að "sjaldan er einn fugl stakur, nema að spakur sé" og raðaði fiðurfénu óreyttu á pönnuna,  eftir heldur galgopalega byrjun(að eigin sögn). Engin þyrla fór í sjóinn, en Beggi setti 2 Húsasmiðjubolta í hafið svona rétt til þess að undirstrika starfslok sín hjá því annars ofmetna fyrirtæki. Begginn hafði leikið undurfagurt golf fram að 15.holu en skildi þó sáttur við völlinn. Ólafur kvartaði sáran yfir því að þurfa að yfirgefa frænda sinn á 4. holu og vildi meina að fyrrverandi handkasts-venjarinn sinn hafi arðrænt sig allri lukku það sem eftir lifði hrings. "Halli frændi hefur gríðarlega góð áhrif á meðspilara sína" sagði Ólafur heldur óánægur með árangurinn. Freyr(Runner up kandídat) mætti með drifkylfu í pokanum sem opnaði nýjar víddir í leik hans. "Ég hef aldrei slegið inná í öðru á níundu" sagði Freyr kampakátur(ennþá) með þá staðreynd að sitja í 3-4 sæti með Halla. Davíð Óla yfirgaf samkomuna með þeim orðum " 4 fiðraðir og maður má þakka fyrir að fá stig, hvað er það?". Jói Páls var stöðugur en annað var frekar ómerkilegt. Lúðvík bað að heilsa frá Færeyjum þar sem hann var í þann mund að innrita sig á "ból og bita" gistiheimili í Thorshavn. Upplýsingadeild GH stendur fyrir ísbrjót í upplýsingaflæði að þessu sinni og kastar allri tölfræði á veraldarvefinn.

 Smellið á tengilinn http://www.hi.is/~haralst/GH_vefur2007.htm

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið asskoti er þetta flott!!! skemmtilegar líka auka upplýsingarnar sem koma fram og skipta okkur væntanlega engu máli ???

peace out

Óli bé (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 09:53

2 identicon

jebbs, við hendum inn umsögnum af vefnum inná skjalið eftir sumarið. Svo prentar jón þetta út fyrir okkur , þá hafa menn sumarið í skýrsluformi. 

 GH  " turnin pro"

HALLI (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 10:45

3 identicon

Helvítis fiðurféð vantaði á 17 og 18 en það var gaman að spila loks með Dóra og vinna hann frekar auðveldlega, þó svo og takið nú eftir strákar mínir !!

Halldór spilaði á hvítum teigum á mánudaginn undir þeim formerkjum að hann væri að æfa sig undir landsmótið(sem btw hann er þátttakandi í og vonandi rúllar hann þessum köppum upp) en hugsum málið aðeins lengra..þegar mar spilar á hvítum fær maður töluvert hærri vallarforgjöf en á gulum, dóri lækkaði sig mikið í meistaramótinu og þarna sá hann kærkomið tækifæri að halda punktafjöldanum í hámarki með að spila á hvítum og hvað er það ? 5-6 holur þarsem það skiptir máli ..

Annars er ég góður og ætla jafnvel að spila æfingahring með dóra og jafnvel að kíkja á kappann á morgun á fyrsta degi, GH verður að sýna stuðning í verki jafnt og kyndingar á prenti !!!

Annars finnst mér þessi setning mögnuð, Jói Páls var stöðugur en annað var frekar ómerkilegt.

kv DÓ

davíð óla (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband