12.7.2007 | 10:13
Brösótt gengi GH-manna á Meistaramótinu
GOLF Meistaramót Keilis hefur verið í gangi að undanförnu og að sjálfsögðu er elítan úr GH mætt til leiks. Halldór Ingólfsson og Páll Ólafsson riðu á vaðið í fyrsta flokki en þar verður hart barist um sigurinn. Halldór sýndi stöðugan leik í Hrauninu og Hvaleyrinni og er í fimmta sæti fyrir annan daginn. Páli gekk hins vegar ekki alveg eins vel og situr í 18. sætinu en í samtali við vefinn kom fram að hann hyggðist halda merki klúbbsins á lofti á öðrum degi.
Fulltrúar GH í öðrum flokki voru borubrattir þegar þeir örkuðu af stað síðdegis í gær. Lúðvík Arnarson kom hins vegar hvað best út og er í níunda sæti. Þeir Haraldur Sturluson og Davíð Örvar Ólafsson voru ekki sáttir með sinn leik og létu hafa eftir sér í samtali við vefinn að þetta gengi. "GH ætlar sér að fá einn titil í hús og við verðum bara að berjast og berjast," sagði Haraldur sem er í 25. sætinu. Davíð er hins vegar ögn ofar og situr í 16.sætinu.
Þriðji flokkurinn er að venju vel mannaður og þar gerðust þau undur og stórmerki að Bergsveinn Guðmundsson lék undir hundrað höggum og er í 34.sæti. Magnús Magnússon sem leiðir mótið átti stórleik fyrri hluta hringsins en glutraði síðan niður sveiflunni og fór síðustu fjórar á tíu yfir pari. Hann situr því 22.sæti. Freyr Gígja Gunnarsson er hins vegar í fjórða til sjötta sæti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.