5.7.2007 | 10:49
Verður spilað á Hvaleyrinni?
GOLF Vefsíðan tigerwho hefur komist yfir leynilegar upplýsingar úr innsta hring Keilis. Herma heimildir vefsíðunnar að sjötta mót sumarsins fari jafnvel fram á heimavelli Golfklúbbs Hafnarfjarðar uppá Hvaleyri.
Yfirstjórn Keilis komst að þeirri niðurstöðu að það væri óheppilegt að missa félagana enn einn daginn út fyrir völlinn enda vill vallarvörðurinn gjarnan fá álit þessa valdamikla hóps hvernig völlurinn lítur út fyrir meistaramótið. "Afar óheppilegt ef GH myndi ekki mæta þennan dag. Yrði mikið áfall fyrir okkur og þá ekki síst hana Brynju í Skálanum, "hafði vefsíðan eftir háttsettum manni innan klúbbsins. Eftir því sem Vefsíðan kemst næst er félagarnir á báðum áttum en vel hefur verið tekið í að spila á Þorlákshöfn næstkomandi mánudag.
"Ég vil ekki tjá mig um þetta, völlurinn er ekki minn heimavöllur en ég vil fá að vita þetta strax. Það gæti verið mót um helgina sem ég gæti tekið þátt í," sagði Halldór Ingólfsson sem hefur gert harða atlögu að toppsætinu. Magnús Magnússon gat ekkert sagt við vefsíðuna enda önnum kafinn við að leita að sveiflunni. Bergsveinn Guðmundsson vildi ekkert láta hafa eftir sér. "Ég held að ég sé kominn á sporið hvar sveiflan mín gæti verið," sagði Bergsveinn.
Yfirstjórn Golfklúbbsins hyggst taka beiðnina fyrir á aðalfundi á Hótel Holt í dag en þá mun verndari félagsins, Carlos Slim, mæla fyrir umsókn sinni í klúbbinn. Og er fastlega gert ráð fyrir að hún verði afgreidd fyrir næsta sumar.
Athugasemdir
Beggi er sáttur með að spila á Eyrinni næsta mánudag. Gott Mál.
Beggi (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.