3.7.2007 | 12:05
Klúbburinn klofinn: Topparnir sakaðir um spillingu
GOLF Samkvæmt heimildum vefsíðunnar Tigerwho er allt logandi innan hins virta golfklúbbs Hafnarfjarðar. Heimildarmaður síðunnar, sem vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við hefndaraðgerðir, sagði meðlimi vera uggandi yfir þróun mála. "Þrátt fyrir að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu og menn drekki sinn bjór eftir mót þá minnir stemningin meira á fegurðarsamkeppni heldur en golfmót. Rígurinn milli manna er þvílíkur," sagði heimildarmaður síðunnar.
Vefsíðan hefur komist yfir mótaskrá á Nesinu um helgina þar sem Halldór nokkur Ingólfsson var skráður til leiks. Heimildir síðunnar herma að óvenju margir boltar sem svipa til bolta Halldórs hafi fundist á víð og dreif um völlinn og þar hafi hann lagt grunninn að sigrinum í gærkvöldi. "Halldór er refur og fór að sjálfsögðu og spilaði þennan völl á laugardag, spurning hvort þetta sé eitthvað sem stjórnin þarf að athuga," sagði einn meðlimur klúbbsins og hafði samsæriskenningarnar á hreinu. "Var Dóri með bolta um allan völl eftir laugardaginn ? Er þetta siðferðislega rangt athæfi í klúbbi sem er stofnaður til að hafa gaman af golfi og keppnin langt á eftir 19.holunni í fyrirrúmi." Halldór Ingólfsson vísaði öllum ásökunum á bug og benti á að eflaust væru menn bara svekktir á að vera ekki ofar í töflunni.
Allt útlit er því fyrir að barist verði á banaspjótum þegar sjötta mótið fer fram á mánudaginn en allar líkur eru á því að það verði haldið á Vatnsleysu. Mótsnefnd hefur engu að síður boðað til neyðarfundar sökum þessara ásakana og er að vænta viðbragða frá henni á allra næstu dögum. Formaður klúbbsins og aðrir stjórnarmenn neituðu að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. "No Comment," sagði Magnús Magnússon, tölfræðimógúll félagsins.
Athugasemdir
Heh, til að taka upp golfhanskann fyrir Dóra, þá var hann að spila eins og engill. Hann var kominn einn undir fyrir 13. Þar týndi hann tveimur boltum(þremur ef boltinn sem hann skildi eftir á laugardaginn er tekinn með) og fór hana á 9 höggum. Samtals unnu Dóri og Snorri , Halla og Gumma Ped með 15 punktum. Þess má geta að Dóri fékk 15 regulation punkta, og verðskulduðu þeir félagar þann bjór.
persónulega finnst mér regulation golf gay.
HALLI (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.