...og sólin skein í heiði

Þeir voru upplitsdjarfir félagarnir sem héldu af stað í blíðviðrinu á Hvaleyrinni í gær. Sólin skartaði sínu fegursta, aldrei þessu vant, og veðurglöggir menn töldu næsta víst að það myndi lægja með kveldinu. Sem og kom á daginn þótt það logn hafi staðið furðu stutt yfir. Mætingin var með hreinum ágætum en mótsnefnd taldist til að aðeins einn hefði forfallast. Og það sökum þess að hann var í útlandinu.
Þegar í skálann var komið og menn fóru að bera saman bækur sínar kom margvíslegt forvitnilegt í ljós. Til að mynda spiluðu einhverjir verr í góða verðinu en fyrir viku síðan þegar fellibylurinn Katarína gekk yfir. Aðrir fóru hreinlega á kostum og fór þar fremstur í flokki Gaui sem hélt uppá töluverða lækkun með tvöföldum hamborgara. Spilamennska hans á seinni níu fer líklegast í sögubækurnar en það er ekki oft sem menn leika þann hluta á einum yfir pari með 24 í leikforgjöf. Hollið hans átti ekki orð yfir hversu vel drengurinn lék en Gaui lagði upp með mikið target-golf. Og að lokum fór það svo að verkfræðing þurfti til að reikna út punktafjöldann. Var drengnum úthlutað nýtt viðurnefni í skálanum: Góður-Gaui.

Næsta mót verður síðan haldið mánudaginn 18.júní en einnig heyrast sögusagnir um að mótinu verði flýtt fram á föstudag. Fylgist vel með.  Félagar eru jafnframt beðnir um að hafa augun opin fyrir hvers kyns svindli í skráningu á netinu enda er stefnan tekin á að spila mun fyrr. Valdamiklir menn eru jafnvel beðnir um að þrýsta á Keilisstjórnina um að færa Unglingaæfinguna annað hvort framar eða aftar á mánudögum:

Staðan eftir tvö mót:

  MÓT 1MÓT 2ALLS
1Guðjón Guðmundsson41216
2Snorri Steinn Þórðarsson12 12
3-6Haraldur Sturluson10 10
3-6Lúðvík Arnarsson 1010
3-6Halldór Ingólfsson 1010
3-6Ólafur Björnsson10 10
7Freyr Gígja Gunnarsson369
8Magnús Magnússon617
9Guðmundur Pedersen 44
10Ingvar Guðjónsson 33
11Davíð Ólafsson 22
12Eiríkur Hauksson2 2
13-14Jón Freyr Egilsson 11
13-14Jóhann Pálsson 11
15-18Jón Karl Björnsson  0
15-18Jón Jens Ragnarsson  0
15-18Bergsveinn Guðmundsson  0
15-18Páll Ólafsson  0

 

Góðar stundir

Tiger Who


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

komast menn á föstudag í stað mánudag?

HALLI (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:03

2 identicon

Hvaða skandall er í stigagjöf þessa annars ágæta klúbbs ! Ég get ekki séð betur en að ef tveir lenda í öðru sæti þá fá báðir 10 stig ! Hvernig virka þessi stig annars, er þetta 12 10 8 6 4 3 2 1 eða hvað ?

Svindl ! (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband