5.6.2007 | 01:33
Ekkert, ekkert skákar klúbbnum
Ef til vill var það tákn fyrir það sem koma skyldi að þyrla landhelgisgæslunnar sveimaði yfir Hvaleyrinni í gær. Kári konungur var í essinu sínu og blés hressilega frá sér. Og þegar við bættist grátur himnanna var ljóst að þrekvirki þyrfti til að klára átján holur. Enda var haft á orði að veðrið hefði aldrei verið svona slæmt á Holtinu. Ekki svo lengi sem elstu menn muna.
Ellefu lögðu upp í ferðina sem má líkja við ferðalagi Fróða og Sáms í Hringadrottinssögu. Þótt vissulega hafi engir orkar verið á ferð mátti á köflum halda að sjálfur Sarúman hefði lagt sitt af mörkum til að draga allan vind úr mönnum. Hraunið gleypti kúlur og spýtti þeim út á ótrúlegustu stöðum.
En föruneyti golfsins lagði ekki upp laupana heldur néri saman höndum, kreisti dropana úr hönskunum og börðust gegn mótvindinum. Og luku leik. Sumir með glæsibrag. Aðeins fjórir helltust úr lestinni og njóta þeirrar ákvörðunar eflaust í dag. Hafa að öllum líkindum ekki verið lagðir inná lungnadeild Landspítalans.
Urðu úrslitin þessi:
1.sæti Snorri: 12 stig
2-3. sæti Haraldur: 9 stig
2-3. sæti Ólafur: 9 stig
4. sæti Magnús: 6 stig
5. sæti Guðjón: 4 stig
6. sæti Freyr: 3 stig
7. sæti Eiríkur: 2 stig
Urðu frá að hverfa:
Bergsveinn
Guðmundur
Hættu eftir tólftu braut
Jóhann
Halldór
Mætti ekki:
Jón Freyr
Athugasemdir
Ég vil óska þessum mönnum sem kláruðu hringinn í gær til hamingju og hinum sem ekki kláruðu vil ég ekki óska til hamingju..hins vegar set ég pínu spurningarmerki við það að klára þennan hring og fá einungis 2 og 3 stig í sarpinn !! Ég var sjálfur að þjálfa í gær, held að þetta sé hitt skiptið af tveimur sem ég kemst ekki í golf, mæti næst...
Davíð Óla (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 09:12
ÞESSI LISTI GÆTI VEL VERIÐ UPPTALNING Á LANDNÁMSMÖNNUM OG KONUNGUM.
HALLI (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 09:14
Þetta finnst mér góður pistill, líður eins og hetju að lesa þetta. Enda kláraði ég...það er eitthvað annað en Halldór Ingólfsson.
Óli Björns (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 09:48
Ég óska ykkur hetjum sem leik luku innilega til hamingju með áfangann. Tek undir það sem davíð sagði að það er gríðarlegt svekkelsi að fá samt "bara 2 stig" fyrir ómakið, en það er samt tveimur stigum meira en ég hef nú hlotið, þannig að ég get lítið sagt, vel má vera að þetta séu þau 2 stig sem skilja að í lokin. En engu að síður var gaman að þessu og ennþá betra að þessi félagsskapur er ekki lengur bara spjall manna á milli heldur orðið að raunverulegum pakka, til hamingju Golfklúbbur Hafnarfjarðar, hann lengi lifi húrra húrra húrra húrrrrrrrrrraaaaaaaaa
GP (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.