Færsluflokkur: Íþróttir

Toppsætið fékk heimþrá, golfboltaþjófnaður og spennan magnast

Tíundu umferð lauk með því að toppsætið fór á kunnulegar slóðir. Aðspurður vildi Halli þakka Halldóri fyrir að halda því volgu í fjarveru sinni þegar fréttaritari GH tók hann af tali eftir umferðina. Lúðvík lenti í þeirri óskemmtilegri reynslu að tattúerað gengi stal boltanum hans þegar hann lagði teighöggið sitt uppá æfingavöll til þess að auka útsýnið fyrir annað höggið á 14.holu. En tölurnar tala sínu máli og má þær nálgst hér . 

mót 10

mót 9 

Staðan


Einkennismerki Golfklúbbs Hafnarfjarðar

Grafískur hönnuður GH hefur svo gott sem lokið við hönnun einkennismerki golfklúbbsins og hefur uppkast af því lekið á netið.GH 2

Dóri dregur vagninn eftir 9 umferðir

doriHalldór Ingólfsson hefur tekið forystu í GH mótaröðinni. Pakkinn þéttist mikið við það að toppsætið tók sér frí og menn í fallbaráttunni margfölduðu stigafjölda sinn. Fréttaritari GH hefur ítrekað reynt að ná tali af Halldóri sem líklega er að sóla sig þessa dagana. Heimildir fregna að hann hafi sett sjálfan sig í fjölmiðlabann á meðan hann er á toppnum.

úrslit níundu umferðar.

 


Staðan eftir bókinni

Það er sama hvort litið er á öll 8 mótin eða 4 bestu niðurstaðan er óumdeild. "Þetta þarf ekki að koma þér neitt á óvart" var Haraldur spurður af fréttaritara TigerWho, sem svaraði "Lítið óvænt í þessu, kemur samt skemmtilega á óvart hversu snemma toppnum er náð, því sveiflan er ennþá frekar brothætt. Við Einar Gunnarsson golfþjálfari lögðum upp með langtíma markmið að byrja frá grunni án væntinga um árangur í bráð. Félagarnir í GH hreyfingunni eru bara í sultunni". Sagði Haraldur að lokum og tjáði fréttaritaranum að hann hyggðist gefa mönnum möguleika að rífa sig upp næsta mánudag, sjálfur ætlaði hann að vera í Aðaldalnum með tvíhenduna.

staðan:  http://spreadsheets.google.com/pub?key=p8AEUmKJP5YHlf8awkhGsTg

 IMG 6552

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Grappað fyrir árangri 


Úrslit úr 8. móti, lægðarmiðja og liggjandi.

Hart var barist í 8. umferð GH mótaraðarinnar þar sem lagt var af stað í vafasömu veðri með von um að spá rættist. Athygli hefur vakið hvað handhafar Urtandarinnar(hóruhatturinn) hafað skorað vel á meðan eða í kjölfar þess að hafa borið hann. Eini Ólympíufari GH(eins og skeleggur kynnir umferðarinnar orðaði það) Páll Ólafsson bar sigur úr bítum eftir að það var fundið út að hann notaði færri "legugöndla"(e.g Tee) á hringnum, svo jafnir voru þeir í efsta sætinu. Úrslitin liggja hér
IMG 6348

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Páll naut góðs af töframætti urtandarinnar vikuna áður.

IMG 6340

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Jón Karl hefur snúið taflinu við eftir að hafa borið hattinn. Ef vel er að gáð sést Magnús girnast þann rauða. 


Grimm rimma og fimma í hærri kantinum.

Haraldur deilir toppsætinu tímabundið með Dóra Ingólfs eftir 7.mótið. Það stefnir í grimma rimmu og ekki lokum fyrir það skotið að aðrir óbreyttir þurfi að hnýta þveng og girða sig í brók til þess að forðast smán. Athygli vakti hvað margir melduðu sig úr leik á síðustu stundu sem gefur ríka ástæðu til þess að keyra sektarsjóðinn í gang sem aldrei fyrr. Einnig vekur athygli hvað IMG 6413Davíð Óla kemur veikur inn þrátt fyrir yfirlýsingar um innkomu í sterkari kantinum. Völlurinn var iðagrænn þetta sinnið og veður með ágætum þrátt fyrir dapurt útlit.

 Staðan á mótaröðinni liggur hér http://spreadsheets.google.com/ccc?key=p8AEUmKJP5YGXKVnZMRUgFg&hl=enIMG 6338


Aðeins einn maður á vellinum

Sjöunda móti GH-mótaraðarinnar lauk í fyrradag með yfirburðasigri Haraldar. Golf séníið eins og gárungarnir nefna hann, sá til þess að aðrir óbreyttir sáu vart til sólar þennan veðurfjölbreytta mánudag. Kappinn lét pallinn af hendi á 13.holu og þá einungis vegna sinnar velþekktu manngæsku. Fádæma yfirburðir sem ku víst vera forsmekkur af einokun toppsætisins.IMG 6332

 

 

 

 

 

 

 

 

Margir lögðu leið sína til að fylgjast með kappanum og sást fólk úti á svölum í nærliggjandi húsum 


Rástímar fyrir 30. júní, kampavínshögg hjá "J", Freyr Faðir Öl, Jón Karl Urtönd og almenn geðveiki.

Þau eru ekki af ómerkari gráðunni tíðindin hjá Golfklúbbi Hafnarfjarðar þessa dagana. Í síðustu viku eignaðist Freyr Gígja son og bætist þar enn ein skrautfjöðurin í framtíðarhatt Haukamanna fæddir 2008. Jón Freyr "J" fór holu í höggi á 4.holu í hrauninu og mun bjóða til kampavínsveislu í skálanum á mánudaginn kl 23.00.DSC00395 Slegist var um að leika með urtöndinni þennan mánudaginn því að Linda ku hafa saumað rauðar leðurbuxur með silfurbelti fyrir Spinnerinn til að flagga við fagurrauða hattinn. Þetta sinnið hefur verið ákveðið að spila eftir árangri og ræður það röðun í hollin að þessu sinni. Reyndar eru Charlton, Portsmouth og Blackburn í toppbaráttunni eins og gengur og gerist snemma á tímabilinu en það er um að gera að leyfa sem flestum að finna þefinn af Tigerhollinu. Ljósmyndari hefur verið fenginn til þess að festa augnablik kvöldsins og eru menn beðnir að mæta í sínu fínasta og með dass af "Sultu"(fæst hjá Loga Geirs) í faxinu.


Staða í mótinu.

http://spreadsheets.google.com/pub?key=p8AEUmKJP5YECFq726P9PFA


Úrslit 3. umferð. Pacas tók mótið í slátur!

Gamlar fréttir eru á mörkunum með að vera flokkaðar undir fréttir. Þetta bekennir dálkaskríbentinn en segir jafnframt, og vitnar í samþykktir blaðamannafélagsins, að sérhver frétt er fréttnæm þótt gömul sé og/eða þartil að annað fréttist af sama og/eða samtengdum atburði. Með þetta að leiðarljósi segjum við fréttir af þriðja móti GH. Það bar hæst að Pacas (síðasta sinn sem ég nota þetta nafn, ég lofa Óli) ruddist fram úr húsmæðrahlutverkinu og gerði sér lítið fyrir og tók mótið í slátur. Aðrir voru með hækkun í forgjöf. Það kom til tals í skálanum að menn væru ekki að virða urtöndina sem skildi og verður tekið hart á því á næstu mótum.

 

úrslitin liggja hér

http://docs.google.com/Doc?id=dfkpzwkg_3xfbgjvfj&invite=dzr6mk8


Úrslit úr 2. umferð

Hef ekkert að segja um þetta mál að svo stöddu. Úrslitin tala sínu máli og má nálgast hér:
http://docs.google.com/Doc?id=dfkpzwkg_2fzwgc4fb

kv

GHalli 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband